Sjúkrahúsið á Akureyri - hlutverk og skyldur

Málsnúmer 2022042159

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Umræða um hlutverk og skyldur Sjúkrahússins á Akureyri.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir og lagði hún fram tillögu að bókun. Í umræðum tóku til máls Þórhallur Harðarson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar telur óásættanlegt að grípa þurfi til umfangsmikils niðurskurðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, með þeim afleiðingum sem blasa við starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum þeirra. Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn og þingheim allan að grípa til tafarlausra úrbóta.