Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2022020919

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3760. fundur - 24.02.2022

Lögð fram fundargerð 37. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 17. febrúar 2022. Fundurinn var jafnframt almennur íbúafundur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsfólk Vegagerðarinnar um málefni ferjunnar.

Bæjarráð - 3776. fundur - 04.08.2022

Lögð fram fundargerð 38. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 24. júní 2022. Fundurinn var jafnframt íbúafundur.

Bæjarráð vísar 1. lið fundargerðarinnar til þjónustu- og skipulagssviðs, 2., 3. og 10. lið til Hafnasamlags Norðurlands, 4. og 5. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 7. og 8. lið til bæjarstjóra og 9. lið til SSNE.