Reginn fasteignafélag - kaup á almenningssalernum í Kaupvangsstræti

Málsnúmer 2022020587

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 115. fundur - 22.02.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 22. febrúar 2022 varðandi sölu á salernum undir kirkjutröppunum og viðhald á tröppunum.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 119. fundur - 06.05.2022

Lagður fram samningur um sölu almenningssalerna í Kaupvangsstræti.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3770. fundur - 12.05.2022

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. maí 2022:

Lagður fram samningur um sölu almenningssalerna í Kaupvangsstræti.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan kaupsamning milli Akureyrarbæjar og Regins fasteignafélags og felur bæjarstjóra að skrifa undir hann f.h. bæjarins.