Hlíðarfjall og Strýta - Ghost mountain ehf. - beiðni um umsögn - rekstrarleyfi

Málsnúmer 2022010459

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3754. fundur - 13.01.2022

Erindi dagsett 4. janúar 2022 frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Sölva Antonssonar f.h. Ghost mountain ehf. um rekstrarleyfi samkvæmt flokki II fyrir veitingastað í Hlíðarfjalli og Strýtu, Akureyri.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarlögmanni að senda inn umsögn vegna rekstrarleyfis.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég tel sölu áfengis í Hlíðarfjalli ganga harðlega gegn forvarnastefnu Akureyrarbæjar og á engan hátt viðeigandi á þessu svæði þar sem ungt fólk, börn og fjölskyldur hafa hingað til notið útivistar og samveru sem er að mínu mati mikilvægur þáttur í þjónustu við íbúa bæjarins. Þessi ákvörðun samræmist á engan hátt því ákvæði í samstarfssáttmála bæjarstjórnar að setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang. Vert er að benda á að mikil hætta getur skapast í brekkunum sé skíðafólk ekki með fulla stjórn á hreyfingum sínum.