Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál) í samráðsgátt

Málsnúmer 2022010249

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3754. fundur - 13.01.2022

Lögð fram áform um frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál) sem hafa verið birt í Samráðsgátt. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um áformin eigi síðar en 14. janúar 2022.

Áformin má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3107

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrarbæjar telur mjög mikilvægt að endurskoða lagaumhverfi íbúakosninga til þess að þær gagnist sem hluti af íbúasamráði. Bæjarráð fagnar því fyrirhuguðum áformum um breytingu á X. kafla sveitarstjórnarlaga um samráð við íbúa.