Stjórnsýslubreytingar 2021 - samþykktir ráða og kynningar

Málsnúmer 2022010176

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 1. fundur - 10.01.2022

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið og kynntu samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2021 ásamt greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynntu endurskoðaða samþykkt fyrir skipulagsráð sem tók gildi 1. janúar 2022 ásamt nýju skipuriti Akureyrarbæjar og greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.

Velferðarráð - 1347. fundur - 12.01.2022

Farið yfir samþykkt fyrir velferðarráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2021 og greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 113. fundur - 28.01.2022

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynntu endurskoðaða samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð sem tók gildi 1. janúar 2022 ásamt nýju skipuriti Akureyrarbæjar og greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1353. fundur - 22.06.2022

Farið yfir samþykkt fyrir velferðarráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2021.