Íþróttadeild - frístundaakstur - styrkir til félaga vegna aksturs

Málsnúmer 2021120871

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 1. fundur - 10.01.2022

Fjárhagsáætlun 2022 gerir ráð fyrir kr. 8 milljónum í styrki til íþróttafélaga vegna frístundaaksturs. Taka þarf afstöðu til hvernig þeirri styrkveitingu verður háttað.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að fela sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund í ráðinu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 2. fundur - 24.01.2022

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir tillögum að fyrirkomulagi á útdeilingu styrkja til frístundaaksturs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir tillögu að fyrirkomulagi við útdeilingu styrkja til félaga vegna frístundaaksturs.

Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða.