Miðgarðakirkja Grímsey - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021120733

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 372. fundur - 22.12.2021

Erindi dagsett 15. desember 2021 þar sem Hjörleifur Stefánsson fyrir hönd Sóknarnefndar Miðgarðakirkju sækir um byggingarleyfi fyrir kirkju í Grímsey, sama staðsetning og kirkjan sem brann í september á þessu ári. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjörleif Stefánsson.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en þar sem framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag gerir skipulagsráð ekki athugasemdir við umsóknina með vísun í ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem kirkjan verður byggð á sama stað og eldri kirkja er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 845. fundur - 22.12.2021

Erindi dagsett 15. desember 2021 þar sem Hjörleifur Stefánsson fyrir hönd Sóknarnefndar Miðgarðakirkju sækir um byggingarleyfi fyrir kirkju í Grímsey, sama staðsetning og kirkjan sem brann í september á þessu ári. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjörleif Stefánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 849. fundur - 27.01.2022

Erindi dagsett 15. desember 2021 þar sem Hjörleifur Stefánsson fyrir hönd sóknarnefndar Miðgarðakirkju sækir um byggingarleyfi fyrir kirkju í Grímsey, sama staðsetning og kirkjan sem brann í september á síðasta ári. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjörleif Stefánsson. Innkomnar nýjar teikningar 18. og 27. janúar 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.