Akureyrarflugvöllur, aðflugsljós - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2021120354

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 372. fundur - 22.12.2021

Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 7. desember 2021 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar um hvort fyrirhuguð framkvæmd við jarðvinnu í tengslum við aðflugsljós norðan við flugbraut Akureyrarflugvallar sé háð mati á umhverfisáhrifum.

Frestur til að skila umsögn er veittur til 10. janúar 2022.

Meðfylgjandi er tilkynning um framkvæmd til ákvörðunar um matsskyldu, unnin af Eflu verkfræðistofu f.h. Isavia innanlandsflugvalla í október 2021.
Það er mat Akureyrarbæjar að í tilkynningunni sé ágætlega gerð grein fyrir umræddri framkvæmd en þó skortir á umfjöllun um gerð og virkni aðflugsljósanna, s.s. styrk lýsingar, lit ljósa, tímalengd og samfellu lýsingar ásamt hugsanlegum áhrifum af ljósmengun á umhverfi. Þá skortir jafnframt umfjöllun um áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar á sjávarföll sunnan Leiruvegar.

Akureyrarbær telur þó ekki ástæðu til að umrædd framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum, að því gefnu að tryggðar verði mótvægisaðgerðir til varnar hugsanlegum áhrifum á sjávarföll.