Fasteignir hjúkrunar- og dvalarheimila í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021120287

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3751. fundur - 09.12.2021

Rætt um húsnæði hjúkrunar- og dvalarheimila í eigu Akureyrarbæjar.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 6. desember 2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Vegna vanfjármögnunar af hálfu ríkisvaldsins ákváðu sveitarfélögin Akureyrarbær, Vestmannaeyjabær, Fjarðarbyggð og Höfn í Hornafirði að endursemja ekki við ríkið um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila. Í kjölfarið ákvað ríkið að semja um rekstur þeirra annars vegar við einkaaðila og hins vegar við heilbrigðisstofnanir. Ríkið ákvað í tilfelli Akureyrarbæjar að semja við Heilsuvernd ehf. um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila á Akureyri og ákvað jafnframt að Heilsuvernd ehf. þyrfti ekki að greiða leigu vegna húsnæðisins. Þetta ákvað ríkið án samtals eða samráðs við Akureyrarbæ sem þó á stóran hluta þess húsnæðis sem um ræðir.

Bæjarráð telur algjörlega ótækt að ríkisvaldið hafi ekki orðið við ítrekuðum óskum Akureyrarbæjar um viðræður vegna framtíðar umræddra mannvirkja. Bæjarráð krefst þess að ríkisvaldið bregðist við án frekari tafa og kaupi eignarhluta Akureyrarbæjar.