Hálönd 3. áfangi - stærðir húsa

Málsnúmer 2021111050

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Erindi Halldórs Jóhannssonar dagsett 18. nóvember 2021, fyrir hönd Hálanda ehf., um heimild til að auka byggingarmagn lóða í 3. áfanga Hálanda, þ.e. Hyrnulandi 1-5 og 10-16 og Hörpulandi 1-15 úr 120 m² í 125 m². Engar breytingar verða á byggingarreitum.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.