Höfðahlíð 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021111016

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Breyting á deiliskipulagi Höfðahlíðar 2 tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. október 2021. Fyrir liggur uppfært mæliblað til samræmis við deiliskipulagið og er lóðin því tilbúin til úthlutunar. Núverandi hús hefur ekki verið fjarlægt.
Skipulagsráð leggur til að lóðinni verði úthlutað með útboði í samræmi við ákvæði gr. 2.3 og 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða, með þeirri kvöð að núverandi hús verði fjarlægt og að byggt verði í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála. Er ákvörðun um útboð vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3751. fundur - 09.12.2021

Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. nóvember 2021:

Breyting á deiliskipulagi Höfðahlíðar 2 tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. október 2021. Fyrir liggur uppfært mæliblað til samræmis við deiliskipulagið og er lóðin því tilbúin til úthlutunar. Núverandi hús hefur ekki verið fjarlægt.

Skipulagsráð leggur til að lóðinni verði úthlutað með útboði í samræmi við ákvæði gr. 2.3 og 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða, með þeirri kvöð að núverandi hús verði fjarlægt og að byggt verði í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála. Er ákvörðun um útboð vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að Höfðahlíð 2 verði úthlutað með útboði og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ganga frá útboðsskilmálum.