Sólskógar - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021110912

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Erindi dagsett 17. nóvember 2021 þar sem Ingvar Ívarsson fyrir hönd Gróðrarstöðvarinnar Sólskóga ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjarnaskóg - Gróðrarstöð. Um er að ræða stækkun á byggingarreit D um 610 m², aukningu á byggingarmagni innan reitsins um 400 m² og aukningu á hámarkshæð bygginga um 1 m. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila en umsækjanda og Akureyrarbæ.