Beiðni um framlengingu á samningi um afnot af Friðbjarnarhúsi

Málsnúmer 2021102305

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 326. fundur - 04.11.2021

Erindi dagsett 27. október sl. frá Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um afnot af Friðbjarnarhúsi til tveggja ára.

Haraldur Þór Egilsson sat fundinn undir þessum lið og kynnti erindið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Haraldi Þór Egilssyni fyrir kynninguna og frestar afgreiðslu málsins.