Styrkbeiðni - Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2021102304

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 328. fundur - 02.12.2021

Lagt fram erindi dagsett 21. október 2021 frá Iðnaðarsafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir að gerður verði styrktarsamningur við safnið til 5 ára.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir framlögum til reksturs Iðnaðarsafnsins og getur stjórn Akureyrarstofu því ekki orðið við erindinu. Í drögum að safnastefnu Akureyrarbæjar sem bæjarráð hefur samþykkt kemur fram að kannaður verði fýsileiki þess að Iðnaðarsafnið verði hluti af sameinuðu sögu- og minjasafni eða sameinist Minjasafninu á Akureyri verði fyrrnefndi kosturinn ekki að veruleika. Markmiðið er að vernda einstaka iðnaðar- og atvinnusögu Akureyrar sem Iðnaðarsafnið hefur haldið utan um og miðlað. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við varðveislu og sýnileik þessarar sögu til framtíðar.