Hlíðarfjall - rekstur skíðaleigu

Málsnúmer 2021102299

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 18. fundur - 01.11.2021

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Lögð fram gögn vegna hugsanlegrar útvistunar á skíðaleigunni.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að fela starfsmönnum að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur skíðaleigunnar.

Stjórn Hlíðarfjalls - 19. fundur - 02.12.2021

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Lögð fram drög að samningi vegna reksturs skíðaleigu í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að ganga til samninga við Stoðtæki ehf. og Fjallakofann ehf. með skíðaleigu í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.