Lóð Flugsafns Íslands - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021101702

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Umsókn Ingólfs F. Guðmundssonar dagsett 21. október 2021, fyrir hönd Flugsafns Íslands, um breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Í breytingunni felst að lóð flugsafnsins stækkar til norðurs um 12 m, samtals um 202,8 m², til að möguleiki sé á tengingu hluta flugvélarskrokks við norðurgafl húss flugsafnsins.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa þeirra lóða sem breytast en grenndarkynna þarf breytinguna fyrir ISAVIA skv. 44. gr. laganna.