Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2021100505

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Erindi dagsett 17. september 2021 þar sem Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnir að sambandið hafi fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021.

Umsóknir sveitarfélaga sem óska eftir þátttöku skulu hafa borist fyrir 15. október nk.
Bæjarráð samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu og tilnefnir Huldu Sif Hermannsdóttur aðstoðarmann bæjarstjóra og Höllu Björk Reynisdóttur bæjarfulltrúa og Gunnar Gíslason bæjarfulltrúa til vara í vinnuhóp.