Skóli byrji kl. 9

Málsnúmer 2021091280

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 20. fundur - 28.09.2021

Telma Ósk Þórhallsdóttir kynnti.

Svefn er nauðsynlegur til að líða vel og ná árangri. Ungmenni sem sofa meira eru oftast hamingjusamari, borða hollari mat, hreyfa sig meira og taka frekar ábyrgð á heilsunni frekar en ungmenni sem sofa minna. Nægur svefn hefur líka jákvæð áhrif á einbeitingu og minni. Fyrir utan það er svefn auðvitað nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska unglings.

Allir hafa innbyggða líkamsklukku, en þessi líkamsklukka breytist í ungmennum þegar þau ná kynþroska. Líkamsklukka krakka á aldrinum 13-18 ára er allt að 3 klst. á eftir líkamsklukku fullorðins einstaklings.

Rannsóknir hafa sýnt að best væri að skóli hjá 13-18 ára einstaklingum byrji á milli kl. 10 og 11. Við viljum eflaust öll að ungmennum hér í bænum bæði líði vel og gangi vel. Þess vegna er lagt til að seinka byrjun skóladagsins frá kl. 8 til kl. 9.


Andri Teitsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og tók undir það að svefn væri afskaplega mikilvægur, sérstaklega fyrir unglinga. Þróa beri leiðir til úrbóta.