Sjálfsmynd barna og unglinga

Málsnúmer 2021091273

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 20. fundur - 28.09.2021

Hildur Lilja Jónsdóttir kynnti.

Við lifum í samfélagi þar sem staðalímyndir og gríðarlegar útlitskröfur ná til flestra barna og unglinga í gegnum samfélagsmiðla. Við þurfum því að vinna markvist gegn þessum ýktu kröfum sem gera ekki annað en að láta ungmennum líða illa og efast um sjálf sig. Það er því ekki nóg að koma inn með eina og eina kynningu í skólana.

Við eigum forvarnastefnu með mikilvægum punktum t.d. að sterk sjálfsmynd barna og ungmenna hafi jákvæð áhrif á hegðun þeirra, líðan, námsárangur og tómstundaþátttöku.

Erum við að gera nóg?

Ungmennaráð leggur til að bærinn fari í markvissa vinnu í skólakerfinu til að bæta líðan og efla sjálfsmynd nemenda. Einnig að tekið verði tillit til einstaklinga sem þurfa aukna aðstoð og sérúrræði eins og sálfræðiþjónustu innan skólanna og einstaklingsklefa í íþrótta- og sundklefum.


Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Í máli hennar kom m.a. fram að skoða mætti hvort nemendur sem náð hafa þeim hæfniviðmiðum í sundi sem námsskrá gerir ráð fyrir gætu valið hvort þeir færu í skólasund eða aðra heilsurækt.