Hunda- og kattahald í Grímsey

Málsnúmer 2021090693

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3740. fundur - 23.09.2021

Á íbúafundi í Grímsey kom fram tillaga um að kannaður verði hugur íbúa til þess að leyfa hunda- og kattahald í eynni.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að útbúa tillögur að spurningum í könnun til íbúa í Grímsey um hunda- og kattahald og leggja fyrir bæjarráð.