Hvannavellir 10 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021090328

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 365. fundur - 15.09.2021

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 8. september 2021 fyrir hönd Klettaborgar ehf. þar sem kynnt er tillaga að nýju fjögurra hæða fjölbýlishúsi með inndreginni 5. hæð á lóðinni Hvannavöllum 10. Er gert ráð fyrir 23 íbúðum í húsinu og samtals 23 bílastæðum þar af 16 í bílakjallara.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að byggt verði fjölbýlishús á lóðinni í stað núverandi húss. Forsenda uppbyggingar á lóðinni er að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina og næsta nágrenni.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir svæðið.

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Erindi Ómars Ívarssonar hjá Landslagi ehf. dagsett 19. nóvember 2021 fyrir hönd BB Bygginga ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag lóðarinnar Hvannavellir 10. Fyrir liggur að skipulagsráð samþykkti á fundi 15. september sl. að hefja vinnu við deiliskipulag lóðarinnar og næsta nágrennis þar sem gert verði ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóð Hvannavalla 10. Hafa BB Byggingar ehf. nýlega tekið yfir lóðina af fyrri eiganda.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins í samvinnu við Akureyrarbæ. Er gert ráð fyrir að deiliskipulagssvæðið nái til lóðanna Hvannavalla 10, 12, 14 og 14b.