Torfunefsbryggja - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurbótum

Málsnúmer 2021081162

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 365. fundur - 15.09.2021

Erindi dagsett 26. ágúst 2021 þar sem Hafnasamlag Norðurlands bs. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu og endurbótum á Torfunefsbryggju til samræmis við gildandi deiliskipulag. Felur það í sér að hafnarkantur verður um 20 m austar en núverandi kantur með tilheyrandi stækkun á bryggju.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir endurbótum á Torfunefsbryggju í samræmi við gildandi deiliskipulag. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ, þar sem fram koma ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.