Geislagata 5 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna breyttrar notkunar

Málsnúmer 2021080820

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 364. fundur - 25.08.2021

Erindi dagsett 19. ágúst 2021 þar sem Magnús Guðmundsson leggur inn fyrispurn varðandi breytta notkun húss nr. 5 við Geislagötu. Fyrirhugað er að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði auk þess að gera ráð fyrir að bæta einni hæð við til samræmis við gildandi deiliskipulag. Þá er einnig óskað eftir heimild til að útbúa svalir þannig að þær nái allt að 2 m út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að gert verði ráð fyrir íbúðum á 2.- 4. hæð og að settar verði svalir utan á húsið. Að mati ráðsins er mikilvægt að á jarðhæð verði atvinnustarfsemi og samþykkir ekki að þar verði gert ráð fyrir íbúðum. Einnig telur ráðið að setja þurfi kvöð um umferð gangandi vegfarenda sunnan megin við húsið, meðfram götunni. Ráðið heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðað við framangreint, sem verði unnin í samræmi 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.