Stjórnsýslubreytingar 2021 - samfélagssvið

Málsnúmer 2021080424

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 98. fundur - 18.08.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti samþykktar stjórnsýslubreytingar sem taka gildi 1. janúar 2022 nk.

Öldungaráð - 15. fundur - 23.08.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir samþykktar stjórnsýslubreytingar sem taka munu gildi 1. janúar 2022.
Öldungaráð þakkar Ásthildi fyrir kynninguna.

Ráðið telur að ekki hafi verið hugað nægilega að málefnum og þjónustu við eldra fólk í þeim stjórnsýslubreytingum, sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu.

Mjög nauðsynlegt er að efla yfirsýn og samhæfingu í þessum málaflokki þannig að öldungaráðið geti uppfyllt sínar lagalegu skyldur er varðar bæði heiluseflingu, velferð og þjónustu við eldra fólk. Tryggja verður samráð fræðslu- og lýðheilsusviðs og velferðarsviðs með formlegum hætti.