Akureyri, menningarhöfuðborg Evrópu

Málsnúmer 2021060508

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 320. fundur - 09.06.2021

Til umræðu hugmyndin um að Akureyri verði menningarhöfuðborg Evrópu.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu telur hugmynd um þátttöku í verkefni um menningarhöfuðborg Evrópu spennandi og felur starfsfólki að kanna fýsileika þess að hefja undirbúning að því.

Stjórn Akureyrarstofu - 325. fundur - 12.10.2021

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 9. júní sl. var kynnt hugmyndin um Akureyri sem menningarhöfuðborg Evrópu og var starfsfólki falið að kanna fýsileika þess að hefja undirbúning að því.

Lagt fram minnisblað forstöðumanns Akureyrarstofu.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu telur ekki tímabært að fara af stað með þetta verkefni.


Sumarliði Guðmar Helgason vék af fundi kl. 14:00.