Langtímabílastæði hópbifreiða - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021060335

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 360. fundur - 09.06.2021

Erindi Samtaka ferðaþjónustunnar dagsett 3. júní 2021 þar sem óskað er eftir að hluti svæðis austan við Hof, sunnan Átaks, verði skilgreint tímabundið sem bílastæði fyrir hópbifreiðar. Yrði svæðið eingöngu notað sem stæði fyrir hópbifreiðar yfir nótt eða á meðan beðið er eftir farþegum en ekki sem langtíma geymslusvæði fyrir farartæki.
Skipulagsráð samþykkir að heimila nýtingu svæðisins fyrir bílastæði hópbifreiða út september 2021, eða þar til framkvæmdir hefjast á svæðinu. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ákveða afmörkun og merkingu svæðisins í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.