Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun 2021

Málsnúmer 2021060309

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 360. fundur - 09.06.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða sem samþykktar voru í bæjarstjórn 23. janúar 2018. Í breytingunni felst að ekki verður lengur krafa um að lokið verði við að steypa sökkla áður en lóðarsamningur er gefinn út. Í staðinn verður krafa um gerð sökkla áður en byggingarréttur er framseldur til þriðja aðila.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3496. fundur - 15.06.2021

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. júní 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða sem samþykktar voru í bæjarstjórn 23. janúar 2018. Í breytingunni felst að ekki verður lengur krafa um að lokið verði við að steypa sökkla áður en lóðarsamningur er gefinn út. Í staðinn verður krafa um gerð sökkla áður en byggingarréttur er framseldur til þriðja aðila.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á reglum um úthlutun lóða með 11 samhljóða atkvæðum.