Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2022

Málsnúmer 2021060306

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 320. fundur - 09.06.2021

Lagt fram minnisblað um framkvæmdir og viðhaldsáætlun stofnana sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarsrofu leggur áherslu á við umhverfis- og mannvirkjasvið að tekið verði tillit til þeirra þátta, sem koma fram í framlögðu minnisblaði, við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Stjórn Akureyrarstofu - 324. fundur - 16.09.2021

Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu lögð fram til umræðu ásamt tillögu að gjaldskrám fyrir árið 2022.

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sátu fundinn undir þessum lið.
Unnið verður áfram að starfs- og fjárhagsáætlun og áframhaldandi umræðu vísað til næsta fundar.

Stjórn Akureyrarstofu - 325. fundur - 12.10.2021

Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu lögð fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu vísar gjaldskrártillögum til bæjarráðs.

Stjórn Akureyrarstofu - 326. fundur - 04.11.2021

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2022.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Afgreiðslu frestað.

Stjórn Akureyrarstofu - 327. fundur - 08.11.2021

Farið yfir hagræðingatillögur til bæjarráðs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa tillögunum til bæjarráðs og felur starfsmanni að taka saman minnisblað vegna þeirra.

Stjórn Akureyrarstofu - 328. fundur - 02.12.2021

Teknar fyrir að nýju tillögur stjórnar Akueyrarstofu að hagræðingaraðgerðum vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun vegna ársins 2022.

Finnur Dúa Sigurðsson V-lista situr hjá við afgreiðsluna.