Heimaland 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna hótels

Málsnúmer 2021060278

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 360. fundur - 09.06.2021

Erindi dagsett 3. júní 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Hálanda ehf. leggur inn fyrirspurn vegna byggingar 24 eininga gististaðar á lóð nr. 3 við Heimaland. Í gildandi deiliskipulagi kemur fram að í hverju húsi skuli vera 8-12 herbergi en skipulagsráð samþykkti á fundi 31. mars að heimila 16 gistirými.
Þar sem stærð og staðsetning hússins breytist ekki telur skipulagsráð að um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi sé að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista fór af fundi kl. 10:15.