Suðurbyggð 15 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar og bílgeymslu

Málsnúmer 2021051392

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 360. fundur - 09.06.2021

Erindi dagsett 27. maí 2021 þar sem Hrafn Svavarsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu og viðbyggingu við hús nr. 15 við Suðurbyggð. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir. Fyrir liggur samþykki eigenda Suðurbyggðar 13.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Suðurbyggðar 6, 8 og 10 og Jörvabyggðar 7, 9 og 11. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 822. fundur - 15.07.2021

Erindi dagsett 27. maí 2021 þar sem Hrafn Svavarsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu og viðbyggingu við hús nr. 15 við Suðurbyggð. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir. Fyrir liggur samþykki eigenda Suðurbyggðar 13. Erindið fór í grenndarkynningu sem lauk án athugasemda 9. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram aðaluppdrætti og tilskilin gögn.