Erindi vegna Scandinavian Cup 2022

Málsnúmer 2021050575

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 14. fundur - 17.05.2021

Erindi dagsett 14. maí 2021 frá Kristrúnu Birgisdóttur og Ólafi Björnssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna alþjóðlegs skíðagöngumóts sem haldið verður í Hlíðarfjalli 2022. Um er að ræða beiðni um framkvæmdaleyfi og fjármagn við uppbyggingu brauta og framkvæmdaleyfi fyrir klúbbhús.
Stjórn Hlíðarfjalls tekur vel í erindið sem snýr að uppbyggingu brauta og felur starfsmönnum að rýna fjárhagsáætlun og hvort kostnaður rúmist innan áætlunar.

Stjórn Hlíðarfjalls - 15. fundur - 29.06.2021

Erindi dagsett 14. maí 2021 frá Kristrúnu Birgisdóttur og Ólafi Björnssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna alþjóðlegs skíðagöngumóts sem haldið verður í Hlíðarfjalli 2022. Um er að ræða beiðni um framkvæmdaleyfi og fjármagn við uppbyggingu brauta og framkvæmdaleyfi fyrir klúbbhús.

Erindið var áður á dagskrá stjórnar þann 17. maí sl. og var starfsmönnum falið að rýna fjárhagsáætlun og hvort kostnaður við uppbyggingu brauta rúmist innan áætlunar.

Afgreiðslu frestað.

Stjórn Hlíðarfjalls - 16. fundur - 01.09.2021

Erindi dagsett 14. maí 2021 frá Kristrúnu Birgisdóttur og Ólafi Björnssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna alþjóðlegs skíðagöngumóts sem haldið verður í Hlíðarfjalli 2022. Um er að ræða beiðni um framkvæmdaleyfi og fjármagn við uppbyggingu brauta og framkvæmdaleyfi fyrir klúbbhúsi.

Á fundi stjórnar þann 29. júní sl. var afgreiðslu frestað.

Drög að samningi lögð fram til samþykktar.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls telur það samræmast stefnu um bætta lýðheilsu að forgangsraða fjármunum til þess að bæta aðgengi almennings að gönguskíðasvæði og samþykkir því að styrkja SKA um 4 milljónir króna til að laga bæði braut og flöt. Ósk SKA um að farið verði í aðstöðuhús með aðkomu bæjarins telur stjórnin ekki hægt að verða við að svo stöddu og bendir á að óskilgreint er hvort eða hvenær Akureyrarbær stefnir á uppbyggingu á svæðinu. Telji SKA sig geta fjármagnað og byggt aðstöðuna sjálf verður beiðnin endurskoðuð.