Startpallar í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2021031031

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 92. fundur - 17.03.2021

Á fundi frístundaráðs þann 18. nóvember 2020 var samþykkt að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keyptir yrðu nýir startpallar fyrir AMÍ sem haldið verður á Akureyri sumarið 2021 að upphæð 1,8 milljónir króna.

Óskað er eftir því að keyptir verði startpallar ásamt tímatökubúnaði sem kostar rúmar 6 milljónir króna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keyptir verði startpallar að upphæð kr. 6.215.000. Áður hafði verið samþykkt að veita 1,8 milljónum króna til þessara kaupa og því er óskað eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 4.415.000.

Sveinn Arnarson og Ásrún Ýr Gestsdóttir sitja hjá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 98. fundur - 16.04.2021

Lögð fram beiðni frá frístundaráði vegna Sundlaugar Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá frístundaráði vegna Sundlaugar Akureyrar að fjárhæð kr. 7 milljónir.