Hrafnagilsstræti 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2021030711

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 9. mars 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að byggja létta byggingu á steyptum grunni og tengja við hús nr. 2 við Hrafnagilsstræti.
Viðbyggingin felur í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún skuli grenndarkynnt eigendum Möðruvallastræti 9 og 10 skv. 44. gr. laganna ásamt fyrirliggjandi tillöguteikningum, þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.