Glerárskóli - áskorun frá skólaráði vegna framkvæmda

Málsnúmer 2021030019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3718. fundur - 04.03.2021

Erindi dagsett 23. febrúar 2021 frá skólaráði Glerárskóla þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til framkvæmda við skólann með það að markmiði að flýta þeim svo þeim verði lokið eigi síðar en árið 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar áskoruninni til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025.