Golfklúbbur Akureyrar - Íslandsmótið í golfi á Jaðarsvelli 2021

Málsnúmer 2021023321

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 92. fundur - 17.03.2021

Erindi dagsett 25. febrúar 2021 frá Steindóri Ragnarssyni framkvæmdastjóra GA þar sem sótt er um kr. 2.000.000 styrk vegna undirbúnings fyrir Íslandsmótið í golfi sem verður haldið dagana 5.- 8. ágúst 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri.

Bókun frá stjórn ÍBA vegna málsins var lögð fram.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Viðar Valdimarsson M-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfann til að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Viðar vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu máls.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar því að mótið verði haldið á Akureyri en getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum styrkveitingum í fjárhagsáætlun. Frístundaráð leggur á það áherslu að íþróttafélög sæki um styrkveitingar við gerð fjárhagsáætlunar sem fer fram að hausti ár hvert.