Auglýsingaskilti á biðskýlum - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021020858

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 353. fundur - 24.02.2021

Lögð fram fyrirspurn Hrafns Svavarssonar dagsett 18. febrúar 2021, f.h. Strætisvagna Akureyrar, um heimild til að vera með auglýsingaskjái á nýjum strætóskýlum sem fyrirhugað er að setja upp.
Meirihluti skipulagsráðs felur sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögu að breytingu á grein 2.3. í fyrirliggjandi reglum um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarbæjar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:

Auglýsingaskilti á biðskýlum strætó geta skapað óöryggi í umferðinni auk þess að vera til lítillar prýði og hvetja til óþarfa neyslu.