Skátafélagið Klakkur - söfnunarkassar fyrir einnota umbúðir

Málsnúmer 2021020466

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 94. fundur - 12.02.2021

Tekið fyrir bréf dagsett 6. febrúar 2021 frá Skátafélaginu Klakki varðandi beiðni um að setja upp dósasöfnunarkassa við nokkrar grenndarstöðvar á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fram frekari gögn síðar. Afgreiðslu frestað.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 95. fundur - 26.02.2021

Tekið fyrir bréf dagsett 6. febrúar 2021 frá Skátafélaginu Klakki varðandi beiðni um að setja upp dósasöfnunarkassa við nokkrar grenndarstöðvar á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 97. fundur - 26.03.2021

Tekið fyrir bréf dagsett 8. febrúar 2021 varðandi söfnunarkassa fyrir einnota umbúðir við grenndarstöðvar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila Skátafélaginu Klakki uppsetningu á söfnunarkössum fyrir flöskur og dósir á grenndarstöðvum á meðan núverandi samningur við Terra um sorphirðu í Akureyrarbæ er í gildi.