Skóladagatal leik- og grunnskóla 2021-2022

Málsnúmer 2021020395

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 45. fundur - 15.02.2021

Tillaga um sameiginlega frídaga í grunnskólum Akureyrarbæjar skólaárið 2021-2022 lögð fram til staðfestingar.
Fræðsluráð samþykkir að sameiginlegir frídagar í grunnskólum Akureyrarbæjar skólaárið 2021-2022 verði sem hér segir:

- 23. ágúst skólasetning

- 18. og 19. október haustfrí

- 3. og 4. mars vetrarfrí.

Fræðsluráð - 48. fundur - 12.04.2021

Skóladagatöl leikskóla Akureyrarbæjar fyrir skólaárið 2021-2022 lögð fram til staðfestingar.
Meirihluti fræðsluráðs staðfestir framlögð skóladagatöl.



Þórhallur Harðarson D-lista greiðir atkvæði gegn staðfestingunni og bókar eftirfarandi: Lokanir ættu að vera í mest tvær vikur hjá hverjum leikskóla. Eins sú heimild að bæta við einum átta klukkustunda degi í starfsdaga/skipulagsdaga verði endurskoðuð. Einnig að hið fyrsta verði gerð könnum meðal forráðamanna leikskólabarna um sumarlokanir.


Rósa Njálsdóttir M-lista situr hjá við afgreiðslu þessa máls og leggur áherslu á að framkvæmd styttri lokunar leikskóla verði skoðuð hið fyrsta. Mikilvægt er að fram fari könnun meðal forráðamanna barna um vilja þeirra til sumarlokana.


Meirihluti fræðsluráðs bókar eftirfarandi: Skóladagatöl leikskóla Akureyrar eru til marks um traustvekjandi faglegt kennslustarf í þágu barna og fjölskyldna á Akureyri. Mikilvægt er að fræðsluyfirvöld fylgi faglegum sjónarmiðum skólastjóra, kennara og annars starfsfólks leikskóla um skólastarfið, skóladagatöl og sumarlokanir.

Fræðsluráð - 49. fundur - 26.04.2021

Skóladagatöl grunnskóla Akureyrarbæjar fyrir skólaárið 2021-2022 lögð fram til staðfestingar.
Fræðsluráð staðfestir framlögð skóladagatöl.