Hlíðarskóli - erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytis

Málsnúmer 2021020391

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 52. fundur - 07.06.2021

Grein gerð fyrir stöðu á erindi Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fjárveitingar til Hlíðarskóla.
Fræðsluráð óskar eftir viðurkenningu ríkisins á því að verið sé að veita börnum í Hlíðarskóla þá þjónustu sem annars ætti að vera á hendi ríkisins líkt og gert er með sambærilega sérskóla á höfuðborgarsvæðinu. Samþætt þjónusta fyrir þennan hóp er veitt í skólanum og því er nærtækast að halda því fyrirkomulagi. Hér er ríkur vilji til að vinna að velferð og framförum barna en að ríkið viðurkenni ekki að verið sé að veita þessum hópi barna heildstæða þjónustu er ekki ásættanlegt.