Kirkjutröppur - viðhald

Málsnúmer 2021011641

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 93. fundur - 29.01.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2021 varðandi ástand kirkjutrappanna frá Kaupvangsstræti upp að Akureyrarkirkju.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að áfram verði unnin áætlun um endurbætur á kirkjutröppunum ásamt kostnaðaráætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 132. fundur - 07.02.2023

Kynning á fyrirhugðuðu viðhaldi á kirkjutröppum, stígum, lýsingu og fallvörnum í og við kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð áréttar að þar sem stefnt sé að því að framkvæmdir þessar fari fram á mesta hánnatíma ferðamennsku í bænum sé gríðarlega mikilvægt að undirbúningur framkvæmda taki mið af og geri ráð fyrir upplýsingagjöf til ferðamanna um framkvæmdina ásamt leiðbeiningum og upplýsingaskiltum um hvernig komast megi leiðar sinnar innan bæjarins þegar eðlilegt væri að nýta kirkjutröppurnar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 2. fundur - 28.03.2023

Unnið er að endurbótum á kirkjutröppunum og óskað eftir umsögn frá Samráðshópnum um hönnunina.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið og kynnti verkefnið.
Tillaga að hönnun var samþykkt og þótti það góð lausn að handrið yrði eingöngu í miðjunni en það yrði haft tvöfalt eins og fram kom í kynningunni.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 138. fundur - 02.05.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 27. apríl 2023 varðandi opnun tilboða í framkvæmdir við kirkjutröppurnar á Akureyri.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Þórhallur Harðarsson D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Lækjarsel ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 23. október 2023 vegna framkvæmda við kirkjutröppurnar á Akureyri ásamt tengdum verkefnum.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 158. fundur - 19.03.2024

Lögð fram stöðuskýrsla vegna framkvæmda við kirkjutröppurnar á Akureyri.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista leggur fram þessa bókun:

Þegar lýsing verður sett upp við kirkjutröppurnar verður að gæta þess að mistökin sem gerð voru við Drottningarbrautarstíginn verði ekki endurtekin þar sem skrautlýsingin við Drottningarbrautarstíginn er þannig uppsett að hún blindar vegfarendur í stað þess að lýsa upp stíginn.