Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum

Málsnúmer 2021011564

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3714. fundur - 28.01.2021

Rætt um nýútkomna skýrslu utanríkisráðuneytisins, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, og tækifæri sem í samstarfinu kunna að felast fyrir Akureyrarbæ.

Skýrsluna er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/21/Samstarf-Graenlands-og-Islands-a-nyjum-Nordurslodum/
Akureyrarbær hefur skapað sér nafn sem norðurslóðabær Íslands og hér hafa fjölmargar stofnanir sem vinna að norðurslóðamálum aðsetur. Ánægjulegt er að sjá þann áhuga á frekari samvinnu við nágrannaþjóð okkar Grænlendinga sem endurspeglast í skýrslunni. Bæjarráð telur mikil tækifæri fyrir Norðurland felast í þeim tillögum sem lagðar eru fram í skýrslunni og óskar eftir því við stjórn SSNE að taka málið upp. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að undirbúa fund með utanríkisráðherra um málið.

Bæjarráð vísar umræðu um skýrsluna til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3488. fundur - 02.02.2021

Rætt um nýútkomna skýrslu utanríkisráðuneytisins, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, og tækifæri sem í samstarfinu kunna að felast fyrir Akureyrarbæ.

Skýrsluna er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/21/Samstarf-Graenlands-og-Islands-a-nyjum-Nordurslodum/

Halla Björk Reynisdóttir hóf umræðuna og reifaði ýmsa þætti sem lúta að samstarfi á norðurslóðum og hlutverki Akureyrarbæjar í slíku samstarfi.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Andri Teitsson, Ásthildur Sturludóttir og Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að hlutverk bæjarins sem miðstöðvar norðurslóðastarfs verði eflt til muna og byggt á þeim góða grunni sem fyrir er.

Að mati bæjarstjórnar getur Akureyrarbær í samstarfi við stofnanir á Norðurlandi leikið lykilhlutverk í auknu og víðtækara samstarfi Íslands og Grænlands þjóðunum báðum til heilla. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á Norðurlandi og Akureyri er miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi sem gerir svæðið mjög vel í stakk búið til að takast á við krefjandi og metnaðarfull verkefni.