Norðurgata 5-7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021011459

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Erindi dagsett 21. janúar 2021 þar sem Trésmiðja Ásgríms Magnússonar ehf., eigandi Norðurgötu 3, sækir um lóðir nr. 5-7 við Norðurgötu með það að markmiði að samnýta lóðirnar fyrir byggingu fjölbýlishúss. Er óskað eftir að fyrirtækinu verði gefinn 2ja mánaða frestur til að leggja fram nýtt skipulag á lóðunum.
Skipulagsráð samþykkir ekki úthlutun lóðarinnar þar sem lóðin hefur ekki verið auglýst með formlegum hætti.