Eyrarlandsvegur sjúkrahús - biðskylda

Málsnúmer 2021011403

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Erindi dagsett 20. janúar 2021 þar sem Helgi Haraldsson fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri sækir um að sett verði upp biðskyldumerki á mótum gatna innan lóðar sjúkrahússins sem liggja í framhaldi af Eyrarlandsvegi og Búðartröð . Meðfylgjandi eru skýringarmyndir. Fyrir liggur að lögreglan gerir ekki athugasemd við uppsetningu á skilti.
Skipulagsráð samþykkir að sett verði upp biðskyldumerki til samræmis við erindi.