Eyjafjarðarbraut - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021011250

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Erindi dagsett 18. janúar 2021 þar sem Ester Rós Jónsdóttir fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. sækir um breytingu á skipulagi Akureyrarflugvallar. Fyrirhugað er að koma fyrir akstursskýli hlaðmanna og hlaðbíla.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og telur að um svo óveruleg frávik frá deiliskipulagi sé að ræða að ekki sé þörf á breytingu, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.