Þingvallastræti 4 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021010987

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Erindi dagsett 18. janúar 2021 þar sem Lilja Þórey Guðmundsdóttir fyrir hönd Heilsuverndar ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi leyfi fyrir rektrarskylda gististarfsemi að Þingvallastræti 4.
Að mati skipulagsráðs samræmist umsóknin reglum aðalskipulags varðandi rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Er afgreiðslu um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa þegar umsókn um það berst.