Hamarstígur 26 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna bílgeymslu

Málsnúmer 2021010486

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Erindi dagsett 13. janúar 2021 þar sem Sverrir Bergsson leggur inn fyrirspurn um byggingu bílgeymslu við hús sitt nr. 26 við Hamarstíg og breytingu á þaki núverandi húss. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki eigenda nágrannalóða vegna nálægðar bílgeymslu við lóðamörk. Ef engar athugasemdir berast við kynningu er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þegar umsókn um byggingarleyfi berst.

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Grenndarkynningu áforma um byggingu bílskúrs á lóð nr. 26 við Hamarstíg lauk þann 7. apríl sl. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemdar.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um byggingaráform og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim athugasemdum sem borist hafa.

Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.