Hleðslustöðvar við stofnanir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021010385

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 92. fundur - 15.01.2021

Lagt fram minnisblað varðandi uppsetningu þriggja hleðslustöðva á Akureyri og er heildarkostnaður áætlaður um 6 milljónir kr.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Andri Teitsson formaður ráðsins vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að leggja allt að kr. 1.200.000 til verkefnisins með jarðvinnu og frágangi og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að finna því farveg innan viðeigandi málaflokka.