Kristjánshagi 12 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021010375

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Erindi dagsett 12. janúar 2021 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um breytt deiliskipulag á lóð nr. 12 við Kristjánshaga. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr 18 í 26, breyta gólfkótum, að svalir nái allt að 2,4 m út fyrir byggingarreit og að svalagangar fari allt að 0,6 m út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna hana þegar deiliskipulagsuppdráttur berst.