Stóragerði - fyrirspurn til skipulagssviðs, leikvelli breytt í íbúðalóðir

Málsnúmer 2021010265

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Erindi dagsett 8. janúar 2021 þar sem Karen Sigurbjörnsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi grænt svæði/leikvöll við Stóragerði og hvort möguleiki sé fyrir hendi að breyta því í íbúðalóðir.
Skipulagsráð þakkar áhugavert erindi en telur að á svæðinu við Stóragerði þurfi að vera leiksvæði þar sem um er að ræða eina leiksvæðið í hverfinu.